FUNI

by FUNI

/
 • Compact Disc (CD) + Digital Album

  Featuring 18 tracks of Icelandic traditional songs and hymns. It comes in a beautifully designed 3 fold digipak with a 36 page illustrated booklet containing notes about the songs and full lyrics in both Icelandic and English.

  Includes unlimited streaming of FUNI via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
  ships out within 7 days

    $20 USD or more 

   

 • Streaming + Download

  Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
  Purchasable with gift card

    $7 USD  or more

   

1.
03:01
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
03:40
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.

about

This is the first FUNI album. It features 18 tracks of Icelandic traditional songs and hymns. It comes in a beautifully designed 3 fold digipak with a 36 page illustrated booklet containing notes about the songs and full lyrics in both Icelandic and English.

credits

released June 1, 2004

Bára Grímsdóttir - vocals and kantele
Chris Foster - guitar and bass guitar
John Kirkpatrick - Button Accordion and concertina
Dave Wood - Íslensk fiðla

Produced by Bára Grímsdóttir and Chris Foster
Recorded mixed and mastered by Dave Wood at his Broad Oak Studio, Herefordshire, England.
Design by Inga Elsa Bergþórsdóttir

license

all rights reserved

tags

about

FUNI Reykjavik, Iceland

FUNI, an old Icelandic word meaning flame or fire, are Bára Grímsdóttir & Chris Foster. Since 2001, they have been breathing new life into great songs that have been hidden away in old recordings, old books and manuscripts for too long. They also add new songs to the tradition. Bára and Chris tour widely in Europe, as well as Iceland and Britain. They have also played in China and the USA. ... more

contact / help

Contact FUNI

Streaming and
Download help

Shipping and returns

Track Name: Funi - Fire
English lyrics follow the Icelandic ones

Álitsfagur Funi er,
flýgur létt um grundir.
Höfuð jafnan háleitt ber,
hrífur hvern sem til hans sér.

Þegar fákur fer á sprett
fýkur burtu mjöllin.
Funi í taumum leikur létt,
lipur stiklar völlinn.

Glansar auga mest sem má,
melaglaðinn prýðir.
Dansar Funi létt um láð
lipur taumnum hlýðir.

Eins og fuglinn oft hann fer
á þó straumur falli.
Lárus Funi á baki ber
blessaður klárinn snjalli.

Frægðin hér í fákasveit
Funa er að vonum.
Aldrei hér ég annan leit
af sem beri honum.

Breytir angri í yndisstund
er töltagangur falur,
Spretti langa um græna grund
grípur stangavalur.

English

Funi is a handsome sight,
races over meadows.
Always has his head held high,
enchants all who see him nigh.

When a fine steed starts to run
snow flies from the ground.
Funi, to the reins responds
pacing agile in the field.

Eyes that gleam the brightest bright
this stallion´s head adorn.
Funi prances on the ground
lightly obeys the reins.

Like a bird he often flies
´though rivers block the way.
Funi carries Lárus high
beloved horse so clever.

Fame here in these equine lands,
Funi has, no wonder.
I have never laid eyes upon
another he ranks under.

Cares become a moment fine
to watch the stallion change his pace
from willing slow trot to a
gallop in the green fields.
Track Name: Morgunbæn - Morning prayer
English lyrics follow the Icelandic ones

Í þínu nafni uppvaknaður
er ég, Jesús, guð og maður.
Lof sé þér fyrir líf og gæði,
líkamans heilsu, föt og fæði,
og alt það þín óþreytt mildi
aumum mér til leggja vildi;
bið ég þig, minn blíði herra,
blessun þína ei lát þverra.

Vernda mig frá voða öllum,
vondum dauða og slysa-föllum;
englar þínir að mér gæti,
engum svo ég meiðslum mæti.

Mitt verklag og miskunn þína
mér lát vera unun mína;
auk mér skilning orða þinna,
eru þau lampi fóta minna.

Gef mér jafnan gott að læra,
góðlyndum við alla vera,
varfærum í velgengninni,
vongóðum þó raunir finni.

Ljúfi Jesú, með lífi´og öndu
legg ég mig í þínar hendur;
þar vil ég fús að lyktum lenda,
lofaður sértu utan enda.


English

In your name awakened I am,
Jesus, God and man.
Praise you for life and all its goodness,
health and fitness, food and clothing
and all that your untiring mercy
bestows upon my wretched soul;
I beseech you, my kind Lord,
May your blessings never end.

Protect me from all danger,
untimely death and accident.
May your angels shield me,
so I may do no harm.

May my work and your mercy
be my delight.
Grant me greater understanding of your words.
They are the lamp that guides my feet.

Help me learn my lessons,
to be good tempered with all.
Careful in prosperity.
Hopeful, though troubles call.

Gentle Jesus, with life and spirit
I lay myself in your hands.
There I will gladly end my days.
Praise to you forever.
Track Name: Bar svo til í byggðum - Once upon a time
English lyrics follow the Icelandic ones

Bar svo til í byggðum
bogamaður eitt sinn var
sauði´ að svipta styggðum,
sífellt veiddi tóurnar.
Ábataðist örvatýr við þetta,
þó nokkur yrði stundum stans
á störfum hans
að svíkja pútur pretta.

Fræknum fleinaþolli
förlast veiðiskapurinn tók,
því einn íbygginn skolli
armæðu stóra honum jók.
Dratthali með drjúgu lymsku bragði
aldrei snerti agnbitann,
en ávallt hann
á þúsund leiðir lagði.

Geymir góins dýnu
grét af slíku vandræði,
agni sviptur sínu
og sjálfri gróðavoninni.
Döfnuðu frost, en drýgðust snjóar harðir.
Tók að gjörast tóa svöng,
því tíð var löng
og vaktaðar voru hjarðir.

Nú sem neyðin knúði,
nærfærnin svo aukast vann.
Fimleik tóa trúði
og tyllti nögl við agnbitann.
Boginn hleypur brátt sem auga renni,
en fótur á lyddu fastur sat,
hún fékk nú mat,
brá í brúnir henni.

Meiðir stáls að morgni
mælt er klæðist aflúinn.
Vakti hann vaninn forni
veiðiskap að stunda sinn.
Sér hann þá hvar sauðbíturinn slægi
blýfastur í boganum lá,
svo bærði´ ei á.
Hann drap við dauðu hræi.

Kátur kesjulundur
kenndi með henni ekkert líf,
bogann benti´ í sundur
og belgnum fleygði Þórs á víf.
Í þessum svifum tóa tölti á fætur.
Haukastjórann hann þá rak
í hennar bak,
það myndaði með þeim þrætur.

Þókti raun ill rebba,
hún reif og skemmdi fróman mann
á munn, hönd, höku´ og nebba,
og hvar sem náði beit hún hann.
Seggurinn þegar sársaukann réð finna,
orkan hverfur tjörgutýr,
en tóa snýr
burt til byggða sinna.

English

Once upon time, in those regions,
it so happened that a hunter,
releasing the sheep from threats,
was constantly hunting the foxes,
by which he gained some profit.
Albeit he, occasionally, took a break
from his occupation
of outwitting those mischievous beasts.

The valiant man, however, in the course of time
began to fail somewhat in his hunting skills,
as there was one ingenious fox
who greatly increased his vexation.
With a very cunning plot, the fox
never touched the bait,
even though the hunter was always
laying the bait on a thousand trails.

The man
bewailed his trouble,
as he was deprived of his meat,
as well as his hope of profit.
Freezing increased, and hard snowstorms.
The fox was beginning to hunger,
as the winter-season grew long,
and the flocks of sheep were well guarded.

Now, as bare necessity impelled the fox,
his audacity increased.
Having faith in his agility,
he touched the bait with his claw.
The trap's claws snapped shut in the blink of an eye,
and the wretch's foot was fastened.
Having now got his food,
the fox's surprise was great.

In the morning the man,
having rested well, dressed himself,
and was suddenly reminded of his old routine.
He went out to attend to his hunting,
whereupon seeing that the clever sheep-eater
was caught as fast in the trap as possible,
and that he did not move at all,
he gave the dead prey a kick.

The joyful man
found no spark of life in the fox
and, opening the trap's jaws,
he took the body, throwing it on the ground,
and instantly the fox leaped to his feet.
He then struck
the fox's back with his hand,
which started a fight between them.

The fox, finding this a bad lot,
now scratched and injured the pious man
on his lips, hand, chin and nose,
and wherever he could bite him.
As the man felt the excruciating pain,
his energy drained away,
whereas the fox returns
back to his territory.
Track Name: Veroníkukvæði - Veronica
English lyrics follow the Icelandic ones.

Kveð ég um kvinnu eina,
á Kristí dögum þessi var,
gjörir þar ritning greina,
glögglega hvern sjúkdóm bar.
Þá fljóðið snerti faldinn Jesú klæða,
hvarf í burtu margfalt mein,
sem menja rein,
tólf ár mjög nam mæða.

Þegar pínu þoldi
þreyttur Jesús fyrir oss,
víst í voru holdi
varð hann þá að bera sinn kross.
Fjórtán hundruð faðma lærðir segja
herrans kvalavegurinn var,
hann varð svo þar
veikur við að þreyja.

Kvalinn með krossins byrði
Kristur Jesús þrisvar hratt,
falla frá ég yrði,
fjallið var svo ofurbratt,
augun voru orðin full af blóði,
vanmáttugur varla sá,
hvar vegurinn lá,
græðarinn vor hinn góði.

Hjá vegamóti mættu
margar kvinnur Jesú þá,
glöggt að öllu gættu,
greint er ein þeim væri hjá,
Veroníka vilja sumir kalla,
sú sem áður blóðfall bar,
nú brúði var
hægt um hjartað varla.

Kvinnan rétti Kristi
klút að þerra augun með,
lausnarann vorn því lysti
að láta það svo vera skeð.
Eftir stóð þar andlitsmyndin hreina,
lituð blóði líndúk á
með líking þá,
sem bót varð margra meina.

Dúknum drósin unni,
Drottin heitt því elska réð,
af honum augun kunni
aldrei hafa gráti með.
Menn því græddi marga baugalína.
Vífið ekkert veraldlegt
svo virti frekt
alla ævi sína.

Vísir vilja segja
Veroníka hafi um síð
í flokki margra meyja
misst og lífið í þann tíð,
pínslarvættis prýdd kórónu væri;
kristilega bauga brú
með bæn og trú
héðan af heimi færi.

English

I sing verses of one lady
who lived in the days of Christ.
I recount the Bible story
telling us of her illness.
She then touched the fold of Jesus' garment,
making her unbearable sickness disappear,
with which that same lady
had been greatly afflicted for twelve years.

As Jesus was suffering his passion
for us, in his fatigue,
forsooth, he had to carry his cross
in our human flesh.
The learn'd say the Lord's road of suffering
was fourteen hundred fathoms,
and thus he had to
suffer patiently in his weakness.

I heard that, agonised by the burden of the cross,
Christ Jesus suddenly stumbled
three times,
the mountain being so very steep
His eyes were by then full with blood,
so our good healer
could hardly see
where the road was leading.

Then, at a crossroads,
many women met with Jesus.
They observed everything keenly,
and it is said there was one of them,
called by some Veronica,
the same who earlier on had been sick with haemorrhaging;
now that lady was
hardly feeling well in her heart.

The woman gave to Christ
a cloth to dry his eyes,
as it had been the will of our Redeemer
to let this happen.
An impression of the
pure countenance was left,
painted with blood, on the cloth.
By means of the image many an illness was cured.

The woman loved the cloth,
as she loved the Lord, affectionately.
She could never take her eyes off it
without crying.
Therefore, she healed many people.
The lady loved nothing in this world
so intensely
for the rest of her life.

Some wise men say
that Veronica, eventually,
along with many other virgins,
lost her life in that age
and that she was adorned with the crown of martyrdom.
Moreover, that the lady
left this world in her Christian way,
in prayer and faith.
Track Name: Konan blessuð - Blessed lady
English lyrics follow the Icelandic ones.

Konan blessuð kemst á stjá.
Kærleik meður fínum
grautardiskum gengur frá.
Gætir að hjúum sínum.

English

Blessed lady arises.
With kindness fine,
clears away the gruel dishes.
Takes care of her servants.
Track Name: Mitt var starfið - My work
English lyrics follow the Icelandic ones.

Mitt var starfið hér í heim
heita og kalda daga
að skeina krakka og kemba þeim
og keppast við að staga.

Ég þráði að leika lausu við
sem lamb um grænan haga,
en þeim eru ekki gefin grið
sem götin eiga að staga.

Langaði mig að lesa blóm
um langa og bjarta daga,
en þörfin kvað með þrumuróm:
“Þér er nær að staga.”

Heimurinn átti harðan dóm
að hengja á mína snaga,
hvað ég væri kostatóm
og kjörin til að staga.

Komi hel með kutann sinn
og korti mína daga,
ég held það verði hlutur minn
í helvíti að staga.

English

My work, in a world of
hot and cold days,
was to clean and comb kids
and to toil away darning.

I longed to play freely
like a lamb in a green meadow,
but those who have holes to darn
are not shown any mercy.

I longed to read the flowers
on long, bright sunny days,
but necessity ordered in a thunderous voice:
"You should be darning."

The world had a heavy doom
to hang upon my hook.
Of qualities I was void
and for darning I was born.

Should death come with his knife
and shorten my days.
I think it will be my fate
to darn away in hell.
Track Name: Úti í náttúrunni - In the countryside
English lyrics follow the Icelandic ones.

Glitrar dögg í grænum lund
gaman er á vorin.
Á yndislegri óskastund
átti ég hingað sporin.

Loftið er svo létt og tært,
lind í gili streymir.
Blessuð sólin brosir skært
blómi engu gleymir.

Aldrei slíkan frið ég fann,
fuglar hreiður gera.
Hér er allt sem hjartað ann,
hér er gott að vera.

Horfna gleði hér ég finn
og hvíld í sólskininu.
Hýr og léttur hugur minn
hlær við góðviðrinu.

English

Dew glistens in a green grove.
Spirits lift in springtime.
In a lovely wished for moment
I walked this way.

The air is so light and clear.
A brook streams in the gully.
The blessed sun smiles brightly
not forgetting any flower.

Never before such peace I found.
Birds build their nests.
Here is all the heart loves.
Here it is good to be.

Lost joy here I find
and peace in the sunshine.
Happy and light my mind
laughs with the good weather.
Track Name: Lilja - Lily
Almáttugr Guð allra stétta,
yfirbjóðandi engla og þjóða,
ei þurfandi stað né stundir,
staði haldandi kyrrleiks valdi,
senn verandi úti og inni,
uppi og niðri og þar í miðju,
lof sé þér um aldr og ævi,
eining sönn í þrennum greinum.

Ættum vér á Jesúm drottinn
efunarlaust með fullu trausti
út af hjartans innstum rótum
allir senn með gráti að kalla.
Sé þér dýrð með sannri prýði,
sunginn heiðr af öllum tungum
eilíflega með sigri og sælu,
sæmd og vald þitt minnkast aldrei.

Heyr þú mig nú, himins og jarðar
háleit byggðin allra dyggða,
megindrottning manna og engla,
móðir Guðs og blessun þjóða:
Þá eg mæðumst í nógum nauðum,
nálæg vert þú minni sálu,
vef þú ágætu verndarskauti,
von mín sönn, er hjálpar mönnum.

English

Almighty God of all creation,
great Lord over all angels and nations,
being independent of places or hours,
keeping all places in the power of
Thy tranquillity,
being simultaneously inside and outside,
up and down and in the middle,
praise be to Thee for ever and ever,
true Unity in Trinity.

We should all implore Jesus the Lord,
without the least doubt, and with full confidence,
from the innermost roots of the heart,
yea, all of us at the same time, with tears.
Glory to Thee, with true splendour,
honour be sung to Thee in all tongues,
eternally, victoriously, blissfully,
Thy fame and power never diminishing.

Hear me now, exalted abode of all virtues
of heaven and earth,
High Queen of humans and angels,
Mother of God, a blessing to the nations:
when I have become weary of many afflictions,
be close to my soul,
embracing me in your protective lap,
my true hope, helper of human kind.
Track Name: Hættu að gráta hringaná - Cry not young maid
English lyrics follow the Icelandic ones.

Hættu að gráta hringaná
heyrðu ræðu mína.
Ég skal gefa þér gull í tá
þó Grímur taki þína.

Hættu að gráta hringaná
huggun er það meiri.
Ég skal gefa þér gull í tá
þó Grímur taki fleiri.

Hættu að gráta hringaná
huggun má það kalla.
Ég skal gefa þér gull í tá
þó Grímur taki þær allar.

English

Cry not young maid.
Listen to my words
I shall give you gold for a toe
‘though Grímur takes yours.

Cry not young maid.
There is more comfort to come.
I shall give you gold for a toe
‘though Grímur takes more.

Cry not young maid.
Comfort it may be called.
I shall give you gold for a toe
'though Grímur takes them all.
Track Name: Göngur - Autumn round up
English lyrics follow the Icelandic ones.

Sumri hallar, svanir gjalla,
sölnar fjalladrottning blá.
Heiðin kallar ykkur alla
innstu fjallatinda að sjá.

Það er malað, þorsta svalað,
þreknir halir fara á stjá.
Öllu smalað, hlegið, hjalað,
hóað, galað rakkann á.

Fjallageimur, fagri heimur,
frjálst er sveimað þar í draum.
Kvæðaseimur, klár á tveimur,
komið er heim úr þessum glaum.

English

Summer tilts away, swans call.
Mountain queen blue withers away.
The moors call you all
the inmost peaks to see.

People chatting. Thirst quenched,
strong men rise to go.
Much is herded, laughing, gossiping,
hailing, yelling at the dog.

Mountain spaces, beautiful world,
freely roam there in a dream.
The sound of verse. On two horses
he has come home from this merriment.
Track Name: Gefið þið mér í staupi strax - Give me a dram of wine
English lyrics follow the Icelandic ones.

Gefið þið mér í staupi strax
stirðan háls að væta,
annars verð ég ei til taks
óðar þráð að tæta,-
þungt er mér um mál;
en ef Bakkus í mig fer,
eg fæ munn sem stál;
þá er ég viss á móti mér
að mana sánkti Pál.

Hér er kvenfólk, hér er vín,
hér er nóg til gleði;
kalli nú hver á sætu sín,
setjist niður og kveði-
eða á eitthvert sprund,
“ekki´ er undir einum skjól”
ofurlitla stund.
Töpuð er mín tvinna sól,
ég tek þá næstu í mund.

English

Give me a dram of wine, without delay,
to wet my rusty throat,
or else I will not be available
to weave the threads of my ode,
as I find difficulty in talking.
However, if Bacchus enters me,
I soon get a mouth like steel,
and I am sure to provoke St Paul
against me!

Here are the ladies, here is wine,
here we are joyful enough.
Now let everyone call upon his sweetheart,
to sit down and recite some poetry,
or else call some maiden,
"There is no shelter with one"
for the short while!
My woman has got lost,
I take the next one in my hand!
Track Name: Harðar glímur - A hard fight
English lyrics follow the Icelandic ones.

Veruleikann varla flý,
verða harðar glímur.
Upp mun rísa enn á ný
annar Skalla-Grímur.

Hárskerinn af hausnum skóf
hárið fagurbúna.
Sem gyðingur hjá Gestapó
Gríms er útlit núna.

Aldrei skal ég missa móð
mig áfram að keyra.
Það skal enginn æðruhljóð
í mér fá að heyra.

Gatstunginn er garmurinn
gengur rykkjótt lækningin.
Blárósóttur búkurinn,
beyglaður er karlanginn.

Kveða niður kvölina
þá kroppurinn var heltekinn.
Yrkja frá sér eymdina
allra best var lækningin.

Ef við göngum nærri grát
gott er skap að eggja.
Aldrei skulum upp í bát
árar fara að leggja.

Vonin gefur veikum þrótt,
vonin hugann glæðir.
Vonin birtu veitir gnótt,
vonin kvíðann bræðir.

English

Reality I can hardly escape,
it will be a hard fight.
Up will rise a second
Grímur the bald.

From my head the barber shaved
my beautiful hair.
Grímur now looks
Like a jew with the Gestapo.

Never shall I lose heart
force myself onwards.
No talk of death
will be heard from me.

Stuck full of holes this weakling is.
Spasmodic is the cure.
Black and blue this body is.
Battered is this poor old man.

Shake off the pain
when the body is overcome.
To write away the misery
was the best cure of all.

If we walk close to tears
it is good to challenge the spirit.
I shall never lay my oars
down to rest in my boat.

Hope gives the weak strength.
Hope enlivens the mind.
Hope gives abundant brightness.
Hope melts away the fear.
Track Name: Að minni sálu amar - My soul is beset by woes
English lyrics follow the Icelandic ones.

Að minni sálu amar
svo ógurlega margt
úti er gleði og gaman
gefist ei bótin snart.
Sjálf ber hún með sér hungrið hart
skortir sitt brúðarskart
og skin Guðs náðar bjart.

Hvert skal ég hælis leita
henni svo verði frítt
þó heimur vilji veita
vegsemd og skjólið sitt,
ekki á slíkt við meinið mitt.
Það er fals fagur litt
fellur í dauðans pytt.

Eg veit af tré því einu
sem eðla vex úr rót,
fagurt með fjórslags greinum
og fullt af heilsubót,
breiðir ávöxt og blöðin mót
af því með andleg hót
minn örva ég sálarfót.

Sést á þess stefni sama
setrus og vínviðsgrein,
pálmi sem illu amar
og ólívukvistinn hrein.
Þeirra aldini mýkir mein,
Þar liggur að þjóðbraut ein
þröng mjög en holl og hrein.

Tré þetta tólfháttuðum
tærir ávexti af sér,
senn með hvorum mánuði,
mikil sú frjóvgun er.
Sérhvert laufblaðið sem það ber
heilsubót heiðnum lér,
heilög ritning það tér.

English

My soul is beset by woes
awful and untold,
fun and joy are forgone
if no remedy is found.
Sore pangs of hunger it bears,
lacking its bridal prize
and God's bright shining grace.

Where is refuge to be sought
that it shall be set free
though the world confer
its honours and sanctuary,
such will not soothe my hurt.
That is frippery painted bright
and will fall into death's pit.

I know of a single tree
rooted in nobility,
fair with its fourfold branches
and wholesome to the full,
spreading fruit and leaves
for with the spirit's sign
I stir my soul to move.

On its trunk behold
branches of citrus and vines,
palm that comforts ills
and pure olive boughs.
All harm their fruits will soothe
towards it leads the path
so narrow but full of health.

This twelve fold tree
sheds its fruit,
fast in every month,
great is its fertility.
Every leaf that it bears
heals the heathen's cares,
holy scripture swears.
Track Name: Sólin - The sun
English lyrics follow the Icelandic ones.

Yfir landið geisar golan
gulu stráin svigna þá
af snjó og frera fyllist holan
fjúkið skýlir jarðarbrá.

Færir núna fjöllin há
í fagra rauða kjólinn.
Hún er orðin ósköp lág
elsku besta sólin.

Sólin hækkar fönnum fækkar
fossar stækka brúnum á .
Um móa flakka feitir rakkar
freri slaknar vötnum á.

Nú er sól á himni hátt
horfir á skýjarafið.
Þokuslæðan læðist lágt
leggst hún yfir hafið.

English

Across the land the breeze sweeps.
Yellow grasses then bend
under snow and frost fills the hollow.
Snow drifts shield the earth's cheek.

Brings the mountains high
a red dress.
So low in the sky
our beloved sun is.

Sun climbs, snow recedes.
Waterfalls over cliff edges swell.
Fat dogs roam across the moors.
Frost slackens in the lake.

Now the sun, high in the sky,
watches the clouds.
Trailing mist creeps in low
lies over the sea.
Track Name: Íslenskt vögguljóð - Icelandic lullaby
English lyrics follow the Icelandic ones.

Ég skal vaka og vera góð
vininum mínum smáa,
meðan óttan rennur rjóð,
roðar kambinn bláa
og Harpa sýngur hörpuljóð
á hörpulaufið gráa.

Stundum var í vetur leið
veðrasamt á glugga;
var ekki einsog væri um skeið
vofa í hverjum skugga?
Fáir vissu að vorið beið
og vorið kemur að hugga.

Sumir fóru fyrir jól,
-fluttust burt úr landi,
heillum snauðir heims um ból
hús þeir byggja á sandi.
Í útlöndum er ekkert skjól,
-eilífur stormbeljandi.

Þar er auðsýnt þurradramb
þeim sem út er borinn,
eingin sól rís yfir kamb
yfir döggvuð sporin.
Þar sést hvorki lítið lamb
né lambagras á vorin.

Þá er börnum betra hér
við bæarlækinn smáa,
í túninu þar sem trippið er.
Tvævetluna gráa
skal ég góði gefa þér
og gimbilinn hennar fráa.

Og ef þig dreymir ástin mín,
Oslóborg og Róma,
vængjaðan hest sem hleypur og skín,
hleypur og skín með sóma,
eg skal gefa þér upp á grín
alt með sykri og rjóma.

Einsog hún gaf þér íslenskt blóð,
úngi draumsnillíngur,
megi loks hin litla þjóð
leggja á hvarm þér fíngur,
-á meðan Harpa hörpuljóð
á hörpulaufið sýngur.

English

I shall wake and be good
to my friends small,
while fear runs red
the blue peaks flush
and Harpa sings a song of spring
on the grey harp leaf.

Sometimes in the winter past
weather beat the window;
was it not, just for a time,
as if wraithes hid in every shadow?
Few knew that spring awaited
and the spring comes to comfort.

Some they left before Christmas
moved out of the country,
comfortless, around the world
houses they build on sand.
In other lands no shelter find
endless storm a-raging.

It is clearly hollow joy
for those who are outcasted.
No sun rise above the peaks
over dewey footprints.
There they see no little lamb
or moss campion in springtime.

It´s better then for bairns to be
by the village brook-let
in the field where the colt is.
The grey of two winters
I will, my friend, give to you
and her foal so swift.

And if, my darling, dreams you dream
of Oslo and of Rome.
A winged horse that gallops and shines,
gallops and shines so greatly,
then I will give you just for fun
your fare with sugar and cream.

As she gave you Iceland´s blood,
my young and clever dreamer
may at last this nation small
dry away your teardrops,
while Harpa sings a song of spring
upon the harp leaf.
Track Name: Mína þá mundi' eg þenja vængi út - I would spread out my wings
English lyrics follow the Icelandic ones.

Mína þá
mundi´eg þenja vængi út,
ef að sjá
einhvers staðar mætti kút,
hverjum af
aldrei þryti brennivín;
þar á kaf
kýs ég fari sálin mín.

English

I would
spread out my wings,
if I could see
a cask anywhere.
A cask of
never ending spirit;
there, submerged,
I would choose to send my soul.
Track Name: Heimi er farið að halla - The world is waning
English lyrics follow the Icelandic ones.

Heimi er farið að halla,
í helið girnist falla;
kvöl má stærstu kalla,
kúgunin drepur alla;
blessun ágirnd slysar slyng,
slóttug orðin gjalla,
málum réttum þrykkja þing,
þverúð dóma spjalla;
kærleiksleysið kefur dáð,
kveikir alls kyns banvæn ráð,
nemur náð svo heift og háð,
hylur tinda fjalla;
björg er af landi flett og fláð,
en flærð og svik ef að er gáð,
hauðrið hrjáð, fyrir báli bráð
og býsna drífu salla,
er hleðst á holtastalla
og hvíta jökulskalla,
hraunkalla með galla.
Stríðin emja, lýðinn lemja,
löndin kónga og jarla.
Þussar í bölvun bralla,
bugar þá hefndin varla.

English

The world is waning,
desirous of falling into hell,
which may be called the greatest torture,
the oppression kills everyone;
the clever covetousness harms the blessing,
the sly words are resounding,
suppressing good causes at the assemblies,*
spoiling judgements with impenitence.
Lack of charity overwhelms good deeds,
igniting all sorts of lethal advice,
so grace becomes the recipient of spite and irony,
covering the valleys to the mountaintops.
All means of subsistence are
stripped and flayed off the land,
leaving only guile and treachery, if you look for it;
the land is afflicted, as well as the prey by the wild storms
and the heavy downfall of drifting snow
being loaded on the terraces of stony hills,
on the bald white heads of the glaciers
and the badly formed lava trolls.**
The wars are raging, flogging the people,
in the lands of kings and of earls.
The dunces are devising their damned schemes,
hardly held back by revenge.
Track Name: Nýárssálmur - New year's hymn
English lyrics follow the Icelandic ones.

Árið hýra nú hið nýja
náðar góður sendi landi voru Guð.
Þrautir láti frá oss flýja,
fargi sorgum, endi grand og eyði nauð.
Alla fylli gleði-gæðum
gæska´ og miskunn drottins blíð,
í fastri ást og friði´ af hæðum
stöðugir stæðum;
oss hann blessi ár og síð.

Yfir-ljúfa menn á minnist
mildi-valdur drottinn, máttar herra hár,
siðaprúðir sannleik kynnist,
syninum þjóni, létti þrátt og bræðin sár;
öll í stilling lögin lagi,
ljúfir, gæfir fróma við,
lasta síst þó vegi vægi,
hneigi hagi,
að góðir lýðir finni frið.

Raunir hjóna mjúkust mýki
miskunn ferska græðarans lýða fyrr og síð;
þolgeð helgað vaki; víki
vílið, volið, neyðin, kvíði, hverfi stríð;
börnin einninn blíður náði
og blessun vissa láti fá;
faðirinn dáða´ í friðar ráði
leiði á láði
með lífi´ og gæfu stóra´ og smá.

Oss nú blessi græðarinn góður,
og gáfur ljúfar sínar hreinar einninn með:
láðið, löður gæði gróður,
glatt sé loft, ei píni neinar plágur féð;
neytum ætíð lítillátir.
Lofið gefið drottins náð.
Í Guði blíðum kætumst kátir,
mætast mát er
holl þau allir reyni ráð.

Unni sannur oss og blessi,
öllum heillum fylli, sæll Emanúel.
Í kvíða, neyð og krossi hressi,
þá kvilla-fullum vill ódæll hér vinna vél.
Svinnir menn og myndug kvendi,
máttugan drottinn lofið títt,
honum einum oss afhendi,
amen, sendi
yður Jesús árið blítt.

English

May God, the good and gracious, now send
to our land a mild new year.
May He drive all hardship away from us,
do away with grief, calamity, and affliction.
May He fill all with the benefits of joy,
the Lord in His mild and merciful goodness.
In His constant love and peace from above
we should be able to prevail
May He bless us forever.

May the Lord, ruling with mercy, the mighty
exalted Lord be mindful of humbly amiable men.
May men adorned with good morals find the truth,
serve the Son; cease from their strife and chagrin.
May they adjust their laws in moderation,
and be gentle and kind to the pious ones,
and yet, least of all, be lenient to the ways of vice.
May they order their affairs
so that kind-hearted people will find peace.

May the most gentle mercy of the ever-new Healer
ease marital troubles forever;
keep awake our sanctified patience; let wailing, whining
and anxiety give way, and contentions disappear.
Moreover, may the gentle Lord be graceful to
the children, giving them assured blessing.
May the Father of good acts, in his dispensation of peace,
guide us in this land,
in the life and good fortune of small ones as well as grown-ups.

May the good Healer now bless us,
with His pure and gentle gifts. As well
may He yield fruitfulness to the land and sea;
may the air be clean, and
no plagues afflict our sheep,*
may we humbly consume our food.
Give praise to the grace of our Lord!
Let us all be full of joy and cheer in our merciful God.
It is a moderation of the greatest value
that everyone will try those devices.

May the blessed Emmanuel love us
and give us His blessing, fill us
with His good fortune
in anxiety and need. May He refresh us with His cross,
when obnoxious men wish to deceive those living in anxiety.
Wise men and respectable women,
praise the mighty Lord frequently,
and, from Him alone, may Jesus provide us with
and send us
a year so mild. Amen.

FUNI recommends:

If you like FUNI, you may also like: